1048. fundur

12.11.2015 12:00

1048. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 12. nóvember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Íbúakosning vegna breytingar á deiliskipulagi  (2015080342)

Bæjarráð samþykkir að halda íbúafund vegna væntanlegrar íbúakosningar í Stapanum þann 19. nóvember nk. kl. 20:00.

2. Myndavélakerfi á Hafnargötu (2015110143)

Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

3. Yfirlit yfir útsvarstekjur (2015110144)

Lagt fram.  Sviðsstjóra fjármálasviðs falið að afla frekari upplýsinga.

4. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - skipting fjármuna 2014 (2015110140)

Lagt fram. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

5. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana 2016 (2015110090)

Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2016.

6. Endurskoðun starfsmats (2015110145)

Lagt fram.

7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. október 2015 (2015020070)

Lagt fram. Kristinn Þór Jakobsson óskar eftir að vekja athygli á 17. lið fundargerðarinnar.

8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. nóvember 2015 (2015010698)

Lagt fram.

9. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. nóvember nk.

Fundargerð samþykkt 11-0. Friðjón Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson, Guðbrandur Einarsson, Baldur Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson og Árni Sigfússon tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.