1049. fundur

19.11.2015 14:26

1049. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 19. nóvember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2016 - 2019 (2015080120)
Sviðsstjórar mæta á fundinn

Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs  og Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mættu á fundinn og fóru yfir drög af  fjárhagsáætlun sviðanna fyrir árið 2016.

2. Gæðastefna Reykjanesbæjar (2015110235)

Hanna María Jónsdóttir mannauðs- og gæðastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir drögum af gæðastefnu Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir gæðastefnu Reykjanesbæjar.

3. Framnesvegur 11A - gatnagerðargjöld (2015110238)

Bæjarráð samþykkir að framlengja heimild til niðurgreiðslu gatnagerðargjalda til 31. maí 2016.

4. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2015090383)
Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál
http://www.althingi.is/altext/145/s/0290.html

Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja bs. 16. nóvember 2015 (2015090411)

Lagt fram.

6. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember nk.

Fundargerð samþykkt 11-0. Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson við afgreiðslu fundargerðar.