1062. fundur

05.02.2016 10:22

1062. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 5. febrúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:30.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður (í símasambandi), Baldur Guðmundsson varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.


1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við kröfuhafa EFF (Eignarhaldsfélagsins Fasteignar). Viðræðum síðustu daga hefur miðað í rétta átt og fellst bæjarráð á að halda áfram viðræðum við kröfuhafa. Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. febrúar nk.