1068. fundur

17.03.2016 11:03

1068. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 17. mars 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður, Baldur Guðmundsson varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.


2. Aðgerðir vegna ársreiknings 2015 (2016030234)
a. Magmabréf
b. Lífeyrisskuldbindingar vegna Brunavarna Suðurnesja

a. Magmabréf   Bæjarráð leggur til að virði kröfunnar á fjárfestingarsjóðinn ORK  verði  óbreytt.

b. Lífeyrisskuldbindingar vegna Brunavarna Suðurnesja. Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 4. júní 2015 var stofnsamningur og samkomulag um stjórn Brunavarna Suðurnesja bs samþykktir.
Bæjarráð samþykkir áhrif fyrrgreindrar samþykktar í ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2015:
Hlutur Reykjanesbæjar í skuld BS   -27.077.008 kr.
Hlutur Reykjanesbæjar í lífeyrisskuldbindingum BS        -306.000.000 kr.
Eignarhlutur Reykjanesbæjar í byggðasamlagi BS 218.515.417 kr.
Færist til gjalda sem óreglulegur liður lfsj.skuldbinding      68.502.945 kr.
Hækkun lífeyrisskuldbindinga BS 2015 til gjalda  46.058.646 kr.


3. Styrkbeiðni vegna landsfundar Upplýsingar á Suðurnesjum 29. og 30. september 2016 (2016030235)

Bæjarráð samþykkir kr. 150.000,- styrk vegna Landsfundar Upplýsingar á Suðurnesjum og er það tekið út af bókhaldslykli 21011.


4. Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 4. mars 2015 (2014060346)  Óskað var eftir framlagi frá sjóðnum að fjárhæð rúmlega kr. 61.m.  Raðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti úthlutun framlags að fjárhæð 20.m, kr.

Lagt fram.


5. Erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 11. mars 2016 varðandi málefni Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (2016030231)

Lagt fram.


6. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 14. janúar og 10. mars 2016 (2016030191)

Fundargerðirnar lagðar fram.


7. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 27. janúar 2016 (2016030084)

Fundargerðin lögð fram.


8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Þóru Lilju Ragnarsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki I að Lyngholti 9 (2016030171)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


9. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Bílaleigu Keflavíkur ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Iðavöllum 1  (2016020405)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


10. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis 2016 (2016010809)
a. Frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0452.html

b. Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/0454.html

Lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2016.