1069. fundur

31.03.2016 10:55

1069. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 31. mars 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

2. Fjárhagsleg endurskipulagning Reykjanesbæjar - bréf frá EFS (2016010766)

Lagt fram.

3. Verkfallsboðun Sjúkraliðafélags Íslands (2016030292)

Lagt fram.

4. Upplýsingar frá innkaupastjóra (2016030390)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir verkefnum innkaupastjóra.

5. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. mars 2016 (2016020009)

Fundargerð lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. mars 2016 (2016030042)

Fundargerð lögð fram.

7. Fundargerð vetrarfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. mars 2016 (20160170765)

Fundargerðin lögð fram.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Línu Bjarkar Sigmundsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki I að Njarðvíkurbraut 14 (2016030363)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Bala bílaleigu ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Njarðarbraut 11a (2016030331)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis 2016 (2016010809)

a. Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál. http://www.althingi.is/altext/145/s/0267.html

Lagt fram.

11. Kostnaður vegna íbúðakosningar (2016030393)

Kostnaður Reykjanesbæjar vegna íbúakosningar var kr. 3.033.928,- en þá er ótalinn kostnaður Þjóðskrár sem ekki féll á Reykjanesbæ.

12. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 8. apríl 2016 (2016030382)

Lagt fram. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2016.