1072. fundur

29.04.2016 12:13

1072. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 29. apríl 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:15.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

 

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

 

2. Ársreikningur 2015 (2016030234)    

Þórey I Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs, Regína F. Guðmundsdóttir deildarstjóri reikningshalds og Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi hjá Deloitte ehf. mættu á fundinn. 

Drög að endurskoðunarskýrslu kynnt og ársreikningur 2015 yfirfarin.  

 

3. Málefni aldraðra (2016040110)

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna frekar í málinu.

 

4. Málþing um rannsókn á samstarfi sveitarfélaga (2016040315)

Lagt fram til kynningar.

 

5. Skráning fjárhagslegra hagsmuna (2016040111)

Lagt fram til kynningar.

 

6. Samkomulag um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2017 - 2021 (2016040112)

Lagt fram til kynningar.

 

7. Erindi Hestamannafélagsins Mána um niðurfellingu fasteignagjalda (2016040194)

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti fasteignagjöldum til handa Hestamannafélaginu Mána vegna Mánahallarinnar við Sörlagrund 6 og af félagsheimili félagsins við Mánagrund.

 

8. Lendingaraðstaða fyrir þyrlur á Vatnsnesi (2016020434)

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfissviðs.

 

9. Erindi Landamerkis ehf. um nýtt tjaldsvæði í Reykjanesbæ (2016040167)

Bæjarráð samþykkir að fela  bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

10. Aðalfundur Tjarnargötu 12 ehf. 29. apríl 2016 (2016040310)

Samþykkt að bæjarstjóri fari með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum. 

 

11. Aðalfundur félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi 25. apríl 2016 (2016040189)

Bæjarráð staðfestir tilnefningu Hjartar Zakaríassonar í stjórn landeigendafélagsins fyrir hönd bæjarins.

 

12. Ársreikningur Brunavarna Suðurnesja bs. 2015 (2016040108)

Ársreikningur lagður fram.

 

13. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 15. apríl 2016 (2016010751)

Fundargerðin lögð fram.

 

14. Fundargerð stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum 11. apríl 2016 (2016020253)

Fundargerðin lögð fram.  Bæjarráð tekur undir með stjórn DS að unnið verði áfram að slitum félagsins og felur bæjarstjóra að vinna í málinu.  Jafnframt er tekið undir með stjórn DS  að skipulagi verði breytt varðandi Garðvang til að auka sölumöguleika fasteignarinnar.

 

15. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. apríl 2016 (2016020009)

Fundargerðin lögð fram.

 

16. Fundargerðir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. 16. mars og 20. apríl 2016 (2016010799)

Fundargerðirnar lagðar fram.

 

17. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. 14. apríl 2016 (2016010530)

Fundargerðin lögð fram.

 

18. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsókna Casablanca ehf. um leyfi til að reka gististaði í flokki II að Suðurgötu 29 og Vesturgötu 19 (2016040287)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

19. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Friðriks Kristjáns Jónssonar um  um leyfi til að reka gististað í flokki I að Klapparstíg 4 ( 2016040288)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

20. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Arabíska veitingastaðarins Damascus ehf., um leyfi til að reka veitingastað í flokki I að Hafnargötu 17 (2016040290)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

21. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2016010809)

a. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015 – 2018, 638. mál

http://www.althingi.is/altext/145/s/1061.html

b. Frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál

http://www.althingi.is/altext/145/s/1180.html

c. Tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál

http://www.althingi.is/altext/145/s/0667.html

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2016.