1073. fundur

12.05.2016 10:54

1073. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 12. maí 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónssonaðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Lagt fram bréf til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 4. maí s.l.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

 

2. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 25. apríl s.l., ásamt svarbréfi Reykjanesbæjar dags. 29. apríl s.l.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

 

3. Samningur um afhendingu, frágang og skráningu skjalasafna (2016050101)

Bæjarráð samþykkir samninginn við Þjóðskjalasafn Íslands og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum.

 

4. Beiðni um aðkomu Reykjanesbæjar vegna breytinga á húsnæði (2015120104)

Bæjarstjóri fór yfir málið.

 

5. Starfsáætlanir 2016 (2016050081)

Lagt fram til kynningar.

 

6. Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða - greining á uppbyggingarþörf (2016050117)

Lagt fram til kynningar.  Bæjarráð samþykkir að Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir verði tengiliður Reykjanesbæjar að verkefninu.

 

7. Erindi til umræðu í sveitarstjórnum, heilbrigðisnefndum og stjórnum landshlutasamtaka (2016050119)

Lagt fram til kynningar.

 

8. Aðstaða við æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur (2016040042)

Bæjarráð samþykkir að kaupa gámana og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

 

9. Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 27. janúar, 4. og 21. mars 2016 (2016050102)

Fundargerðirnar lagðar fram.

 

10. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 27. apríl 2016 (2016020324)

Fundargerðin lögð fram.

 

11. Fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 27. apríl 2016 (2016040321)

Fundargerðin lögð fram.

 

12. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 27. apríl 2016 (2016030405)

Fundargerðin lögð fram.

 

13. Fundargerð stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga 29. apríl 2016 (2016030042)

Fundargerðin lögð fram.

 

14. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Lava Auto ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Iðavöllum 11b (2016040227)

Bæjarráð staðfestir fyrri ákvörðun sína og samþykkt erindið fyrir sitt leyti.

 

15. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2016010809)

a. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. Mál
http://www.althingi.is/altext/145/s/1098.html

b. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál
http://www.althingi.is/altext/145/s/1101.html

c. Frumvarp til laga um grunnskóla, 675. mál
http://www.althingi.is/altext/145/s/1103.html

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. maí 2016.