1074. fundur

19.05.2016 13:56

1074. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 19. maí 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 18. maí s.l.  Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir málinu.

 

2. Aðalfundur Bláa lónsins 25. maí 2016 (2016050178)

Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs fari með atkvæði Reykjanesbæjar á aðalfundinum.

 

3. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. 12. maí 2016 (2016010530)

Fundargerðin lögð fram.

 

4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 12. maí 2016 (2016030191)

Fundargerðin lögð fram.

 

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Viðars Ægissonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Hafnargötu 77 (2016050180)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

6. Undirgöng undir Reykjanesbraut (2016050124)

Bæjarráð samþykkir að veita allt að 30.milljónum króna vegna stígagerðar undir Reykjanesbraut og færslu á vatnslögn og verði það tekið af bókhaldslykli nr. 31-600.  Bæjarstjóra falið að kanna aðkomu annarra aðila að verkefninu.

 

7. Ráðning leikskólastjóra Heiðarsels (2016050183)

Hanna María Jónsdóttir mannauðs- og gæðastjóri mætti á fundinn.  Bæjarráð frestar málinu til næsta bæjarráðsfundar.

 

8. Ráðning leikskólastjóra Tjarnarsels (2016050184)

Hanna María Jónsdóttir mannauðs- og gæðastjóri mætti á fundinn.  Bæjarráð frestar málinu til næsta bæjarráðsfundar.


9. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 6. maí 2016 (2016050179)

Fundargerðin lögð fram.

 

10. Sala eigna (2016050185)

Bæjarráð samþykkir að setja fasteignina að  Seylubraut 1, eignarhluta Reykjanesbæjar í sölumeðferð.

 

11. Drög að samstarfsyfirlýsingu vegna Miðnesheiðar (2016050195)

Bæjarráð samþykkir samstarfsyfirlýsingu  sveitarfélaganna um svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. júní 2016.