1076. fundur

02.06.2016 11:04

1076. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 2. júní 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Baldur Þ. Guðmundsson varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.


1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)  

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

 

2. Árshlutauppgjör 01.01. – 31.03.2016 (2016050406)

Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.
 

3. Erindi frá Arctica Finance (2015060565)

Óskað var eftir fresti sem var hafnað.
 

4. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. 15. júní 2016 (2016050397)

Formaður bæjarráðs fer með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
 

5. Lyngmói 17 (2016050299)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir fjárveitingu kr. 16,5 milljónir og er það tekið út af bókhaldslykli 21011. Bæjarráð gerir ráð fyrir að fjármagn komi frá Jöfnunarsjóði sbr. fyrirliggjandi frumvarp fyrir Alþingi.
 

6. Gúmmíkurl í Reykjaneshöll (2016050390)

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu kr. 2.314.385,- og er það tekið út af bókhaldslykli 21011.

 

7. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa frá 6. maí 2016 (2016010191)

Bæjarráð samþykkir fundargerðina frá 17. mars 2016.

 

8. Erindi frá Holtaskóla um aukafjárveitingu vegna heyrnarskertra nemenda (2016050404)

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu kr. 453.611,- og er það tekið út af bókhaldslykli 21011.

 

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Ásgerðar Jónu Flosadóttur um leyfi til að reka gististað í flokki II í sumarhúsi í landi Kirkjuvogs, Höfnum (2016050301)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar TF-KEF ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki V að Valhallarbraut 756 og 757, Ásbrú (2016050305)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Bergáss ehf. um breytingu á leyfi til að reka gististað í flokki II að Grófinni 8 (2016050407)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna breytingar á umsókn Casablanca ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Suðurgötu 29 (2016040287)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. júní 2016.