1077. fundur

09.06.2016 13:22

1077. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 9. júní 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Helga María Finnbjörnsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. Stefnumótun í málefnum aldraðra (2016040110)

Bæjarstjóri fór yfir málið. Lögð fram drög af verkáætlun, stefnumótunarvinnu í öldrunarþjónustu.

2. Leikskólalóð við Hjallatún (2016060099)

Bæjarráð samþykkir auka fjárveitingu kr. 7.000.000,- í vinnu við lóð leikskólans og er það tekið út af bókhaldslykli 31600.

3. Endurnýjun gúmmíkurls á sparkvelli við Akurskóla (2015090384)

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu kr. 2.781.000,- í vinnu við lóð leikskólans og er það tekið út af bókhaldslykli 31600.

4. Fundargerð aðalfundar Fasteigna Reykjanesbæjar 25. maí 2016 (2016060101)

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 3. júní 2016 (2016030084)

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27. maí 2016 (2016030042)

Fundargerðin lögð fram.

7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Skóvinnustofu Sigga ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Háseylu 32 (2016060024)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Eyglóar Jensdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki I að Suðurgötu 51 (2016060031)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Friðjón Einarsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Jóhönnu Guðrúnar Egilsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki I að Túngötu 5 (2016060032)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsókna CF3 ehf. um tímabundin áfengisveitingaleyfi (2016060085)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Ingigerðar Sæmundsdóttir ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Klettási 21 (2016060091)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Ingibjargar Sigurðardóttur um leyfi til að reka gististað í flokki I að Leirdal 5 (2016060092)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

13. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Raven bílaleigu ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Grænásvegi 10 (2016050325)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

14. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2016010809)

a. Frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál. http://www.althingi.is/altext/145/s/1340.html Lagt fram.

15. Heimsókn frá Evrópusambandinu (2016060102)

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. júní 2016.