1080. fundur

30.06.2016 00:00

1080. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 30. júní 2016 að Tjarnargötu 12 kl. 09:00.

Mættir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Elín Rós Bjarnadóttir varamaður, Baldur Þ. Guðmundsson varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson hdl. frá Logos mætti á fundinn og gerði hann ásamt bæjarstjóra grein fyrir málinu.

2. Erindi frá Arctica Finance (2015060565)

Bæjarráð samþykkir tilboð Magma Energy Sweden með fyrirvara um afstöðu FORK til málsins og endanlega skjalagerð.

3. Ljósanótt 2016 (2016060090)

Bæjarráð samþykkir tillögu menningarfulltrúa um að einn liður í setningarathöfn Ljósanætur með leik- og grunnskólabörnum bæjarins á fimmtudeginum verði með þeim hætti að stór Ljósanæturfáni verði dreginn að húni á fánastönginni í skrúðgarðinum og látinn hanga út hátíðina. Ljósanótt er bæjarhátíð Reykjanesbæjar og við hæfi að tengja hátíðina við helsta hátíðartákn Reykjanesbæjar; fánastöngina í skrúðgarðinum.

4. Verklegar framkvæmdir (2016060363)

Bæjarráð samþykkir að farið verði í viðbótarframkvæmdir fyrir allt að 50 milljónum króna og verður það tekið af óráðstöfuðu fjármagni til verklegra framkvæmda á bókhaldslykli 31600.

5. Friðlýsing (2016060282)

Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands þar sem tilkynnt er að forsætisráðherra hafi friðlýst Fischershús, Hafnargötu 2, Gömlu búð, Duusgötu 5, Bryggjuhús, Duusgötu 2 og Bíósal, Duusgötu 4 í Reykjanesbæ. Bæjarráð fagnar ákvörðun forsætisráðherra.

6. Fundargerð aðalfundar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum 26. apríl 2016 (2016060300)

Fundargerðin lögð fram.

7. Innkaup (2016060364)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Sveinbjörns Sverrissonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Melteigi 4 (2016060342)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Orange Car Rental ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Grófinni 7 (2016060276)

Bæjarráð tekur undir umsögn byggingafulltrúa og mælir ekki með veitingu starfsleyfisins að svo stöddu þar sem umsækjandi hefur ekki neina aðkomu að fasteigninni Grófin 7, þ.e. hvorki leigjandi eða eigandi eignarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

10. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Lotus Car Rental ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Njarðarbraut 1 (2016060333)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar 4. júlí 2016 (2016060394)

Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs fari með atkvæði fyrir hönd Reykjanesbæjar á fundinum.


Fleira ekki gert og fundi slitið.