1086. fundur

18.08.2016 00:00

1086. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12, 18. ágúst 2016, kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Hafnargata 22 - kauptilboð (2016070147)
Fyrir liggja tvö kauptilboð að sömu fjárhæð. Bæjarráð tekur ákvörðun um að varpa hlutkesti. Kauptilboð frá Gullhjarta ehf. að fjárhæð kr. 12.500.000 vann hlutkestið. Bæjarráð samþykkir kauptilboðið frá Gullhjarta ehf.  að fjárhæð kr. 12.500.000.

2. Beiðni um aðkomu Reykjanesbæjar vegna breytinga á húsnæði (2016080203)
Bæjarstjóri kynnti málið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.

3. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. ágúst 2016 (2016020009)
Fundargerðin lögð fram.

4. Kostnaðarþátttaka foreldra vegna ritfangakaupa barna - hvatning Velferðarvaktarinnar (2016080120)
Lagt fram. Erindinu er vísað til fræðsluráðs.

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Þórs Fjalars Hallgrímssonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Birkiteigi 6 (2016080132)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Erindi frá Lyfjastofnun vegna umsóknar um lyfsöluleyfi fyrir lyfjabúð að Fitjum 2 (2016080204)
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

7. Fjallskil - ályktun Búnaðarþings 2016 (2016080092)
Lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. september 2016.