1087. fundur

25.08.2016 00:00

1087. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. ágúst 2016 kl. 09:00.

Viðstaddir: Magnea Guðmundsdóttir, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Árshlutauppgjör 01.01. - 30.06.2016 (2016050406)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og kynntu drög af óendurskoðuðu árshlutauppgjöri.

2. Nettóvöllurinn (2016080291)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.

3. Umsókn um stofnstyrk frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins - bygging raðhúsa við Laufdal 41a og 47 (2016070033)
Málinu frestað. Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir samstarfsaðilum um byggingu almennra íbúða skv. lögum nr.52/2016

4. Umsókn um stofnstyrk frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins - kaup á íbúðum (2016070111)
Málinu frestað. Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir samstarfsaðilum um byggingu almennra íbúða skv. lögum nr.52/2016

5. Þjónusta við fatlað fólk og félagsþjónusta sveitarfélaga (2016080293)
Umsögn sviðsstjóra velferðarsviðs og forstöðumanns fjölskyldumála lögð fram.

6. Reglur um aðstoð vegna breytinga á húsnæði fjölfatlaðra barna (2016080304)
Drög að reglum um aðstoð vegna breytinga á húsnæði fjölfatlaðra barna lagðar fram.

7. Heilsueflandi samfélag (2016080317)
Bæjarráð samþykkir að Reykjanesbær taki þátt í verkefninu "Heilsueflandi samfélag".

8. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 18. ágúst 2016 (2016010530)
Fundargerðin lögð fram.

9. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar M.K. bílaleigu ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Bogatröð 31 (2016080174)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2016010809)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. september 2016.