1088. fundur

01.09.2016 00:00

1088. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 1. september 2016 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður, sem var í símasambandi gerðu grein fyrir stöðunni í viðræðum við kröfuhafanna.

2. Starfsmannastefna Reykjanesbæjar (2016080356)
Lagt fram til kynningar.

3. Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara (2016080353)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

4. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 12. maí og 15. ágúst 2016 (2016010751)
Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 26. ágúst 2016 (2016050102)
Fundargerðin lögð fram.

6. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2016010809)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. september 2016.