1089. fundur

08.09.2016 00:00

1089. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. september 2016 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson Kolbrún Jóna Pétursdóttir, varamaður, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

2. Nettóvöllurinn (2016080291)
Bæjarráð samþykkir að styrkja knattspyrnudeild Keflavíkur um kr. 100.000,- til kaupa á öryggiskerfi við Nettóvöllinn.

3. Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Framsóknarflokks (2016080434)
Gyða Margrét Arnmundsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu á fræðslusviði mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

4. Þjónusta við fatlað fólk á Reykjanesi (2015100274)
Minnisblað lagt fram ásamt fundargerðum samráðsfunda.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

5. Erindi frá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar (2016090042)
Lagt fram minnisblað varðandi viljayfirlýsingu um sameiningu sjóðsins við B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

6. Aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses. 16. september 2016 (2016080425)
Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.

7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Sigurbjargar Sigurðardóttur um leyfi til að reka gististað í flokki I að Suðurvöllum 20 (2016080419)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2016