1090. fundur

15.09.2016 00:00

1090. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann15. september 2016 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Húsnæðismál fyrir umsækjendur um vernd (2016090127)
Málinu frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

2. Starfsmannastefna Reykjanesbæjar (2016080356)
Hanna María Jónsdóttir, mannauðs og gæðastjóri mætti á fundinn.  Málinu frestað til næsta fundar.

3. Árshlutareikningur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar 30. júní 2016 (2016090106)
Lagt fram.

4. Rekstraruppgjör janúar til júlí 2016 (2016050406)
Lagt fram.

5. Úttekt á innleiðingu stjórnskipulags (2016090171)
Samþykkt að ráða Arnar Jónsson, ráðgjafa hjá Capacent til að gera úttekt á innleiðingu núverandi stjórnskipulags með þremur atkvæðum meirihlutans.  Böðvar Jónsson greiðir atkvæði á móti.  Árni Sigfússon situr hjá við afgreiðslu málsins. 

6. Rekstrarstjóri fasteignafélaga Reykjanesbæjar (2016090173)
Málinu frestað.

7. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 22. og 23. september 2016 (2016090065)
Lagt fram.

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2. september 2016 (2016030042)
Lagt fram.

9. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja 9. september 2016 (2016030084)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2016.