1091. fundur

22.09.2016 00:00

1091. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. september 2016 kl. 08:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson,
Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Starfsmannastefna Reykjanesbæjar (2016080356)
Bæjarráð samþykkir nýja starfsmannastefnu Reykjanesbæjar.

2. Hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins - verkefnahópur (2015120208)
Bæjarráð tilnefnir Guðlaug Helga Sigurjónsson, sviðsstjóra umhverfissviðs, sem fulltrúa Reykjanesbæjar í verkefnahóp um fluglest.

3. Breytingar á húsnæði og þjónustu (2015120104)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Frestað til næsta fundar bæjarráðs.

4. Breytingar á húsnæði og þjónustu (2016080203)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Frestað til næsta fundar bæjarráðs.

5. Fundargerðir stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði 26. og 27. júlí 2016 (2016050195)
Fundargerðirnar lagðar fram. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

6. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 13. september 2016 (2016010530)
Fundargerðin lögð fram. Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi bókar eftirfarandi:
Ég lýsi yfir ánægju með ákvörðun stjórnar að hefja umræðu um flokkun á sorpi.

7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. september 2016 (2016020009)
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 16. september 2016 (2016050102)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs ses. 16. september 2016 (2016080425)
Fundargerðin lögð fram.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Gulldreka ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 30 (2016090210)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2016.