1096. fundur

27.10.2016 00:00

1096. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 27. október 2016 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Helga María Finnbjörnsdóttir varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Úttekt á innleiðingu stjórnskipulags (2016090171)
Arnar Jónsson hjá Capacent mætti á fundinn og fór yfir málið.

2. Flugvellir - deiliskipulag (2015120057) 
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Sveinn Númi Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi  og Hjalti Steinþórsson hrl. mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn staðfesti deiliskipulagið.

3. Fjárhagsáætlun 2017
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir árið 2017 og breytingu á fjárhagsramma 2017 og vísar fjárhagsáætlun til fundar bæjarstjórnar 1. nóvember nk. til fyrri umræðu.

4. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 11. október 2016 (2016010530)
Fundargerðin lögð fram.

5. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)
Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 24. október 2016 þar sem veittur er frestur til 15. nóvember nk.

6. Kauptilboð í Bergveg 22 (2016100050)
Bæjarráð samþykkir kauptilboð í Bergveg 22 Reykjanesbæ ( 209-1367) frá Oleksiy Kalyta að fjárhæð kr. 6.000.000,-.

7.  Afreksbraut – Bílastæði ( 2016100080) 
Bæjarráð samþykkir að veita knattspyrnudeild UMFN afnot  af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut frá 1. nóvember 2016 til 1. maí 2017.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2016.