- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Elín Rós Bjarnadóttir varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.
1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
2. Byggingarnefnd grunnskóla í Innri-Njarðvík (2016110106)
Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp um hönnun nýs grunnskóla í Dalshverfi og hópurinn verður skipaður Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, Helga Arnarsyni, sviðsstjóra fræðslusviðs og Guðlaugi Helga Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs. Jafnframt er samþykkt að bæjarráð skipi bygginganefnd skólans.
3. Ályktanir frá kennurum í grunnskólum Reykjanesbæjar (2016110021)
Lagt fram ásamt ályktun frá skólastjórnendum í Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ.
4. Kauptilboð í Seylubraut 1 (2016100049)
Bæjarráð samþykkir kauptilboð frá K45 ehf. að fjárhæð kr. 340 milljónir í Seilubraut 1.
5. Reglur um stofnframlög vegna almennra íbúða (2016070120)
Bæjarráð samþykkir reglur Reykjanesbæjar um stofnframlög samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 og vísað til bæjarstjórnar.
6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. október 2016 (2016030042)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. nóvember 2016.