1099. fundur

17.11.2016 00:00

1099. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. nóvember 2016 kl. 09:00.

 Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður,  Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari. 

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa. Bæjarráð samþykkir að óska eftir fresti til næstu áramóta til að ljúka viðræðum við kröfuhafa bæjarins og að ljúka aðlögunaráætlun.

2. Rekstraruppgjör ágúst 2016 (2016040047)

Lagt fram.

3. Umsókn um stofnstyrk frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins - bygging raðhúsa við Laufdal 41a og 47 (2016070033)

Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12 % af áætluðum byggingarkostnaði kr. 37.200.000,-. Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 og reglur bæjarins  um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember sl.    Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við  10. gr. sömu reglna.

4. Umsókn um stofnstyrk frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins - kaup á íbúðum (2016070111)

Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12 % af áætluðum kaupverði kr. 50.000.000,-   fyrir árið 2017  og stofnframlagi 12% af áætluðum kaupverði / byggingarkostnaði kr. 75.000.000,-  fyrir árið 2018. Stofnframlögin skulu endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 og reglur bæjarins  um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember sl.    Greiðsla stofnframlaganna verður í samræmi við  10. gr. sömu reglna.

5. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana 2017 (2016110195)

Lagt fram og vísað til fjárhagsáætlunar 2017.

6. Laun kjörinna fulltrúa (2016110212)

Bæjarráð samþykkir að taka ekki hækkun launa skv. ákvörðun kjararáðs.  Bæjarráð ætlast til að Alþingi taki málið fyrir og endurskoði ákvörðun ráðsins.  Málinu frestað þar til niðurstaða Alþingis liggur fyrir.

7. Umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (2016110072)

Lagt fram.

8. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Northern lights car rental um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Bogatröð 29 (2016100255)

Málinu frestað.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Jóhanns Halldórssonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Heiðarvegi 8 (2016110189)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Öldungaráð Suðurnesja - beiðni um styrk (2016110178)

Erindið lagt fram.   Bæjarráð bendir á að Reykjanesbær styrkir nú þegar öldungaráðið með því að leggja til húsnæði fyrir starfsemi þess.

11. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 5. október 2016 (2016020324)

Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 7. nóvember 2016 (2016050179)

Fundargerðin lögð fram.

13. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 9. nóvember 2016 (2016020009)

Fundargerðin lögð fram.

14. Krafa frá kennurum til sveitarfélaga (2016110213)

Bæjarráð bendir á að formlegar samningaviðræður eru  í gangi hjá ríkissáttasemjara og  leiðir vonandi til  farsællar niðurstöðu.

15. Tillögur að breytingum á samþykktum Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar (2016110214)

Bæjarráð samþykkir tillögur að breytingum á samþykktum Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar.

 Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2016.