1102. fundur

08.12.2016 00:00

1102. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. desember 2016 kl. 09:00þ

 
Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Baldur Guðmundsson varamaður  og  Ásbjörn Jónsson ritari.
 
1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.
 
2. Samskipti við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2016010766)
Lagt fram bréf frá nefndinni þar sem veittur er frestur til 31. desember nk. til að ljúka aðlögunaráætlun.  Þá er samþykkt að óska eftir fresti til að skila inn fjárhagsáætlun 2017 til 2022 til 21. desember 2016. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir endurnýjun á samkomulagi við Innanríkisráðherra um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit á grundvelli 2. mgr. 83. gr. laga nr. 138/2011.
 
3. Hluthafafundur HS Veitna 16. desember 2016 (2016120040)
Lagt fram og mun Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi fara með atkvæði Reykjanesbæjar á hluthafafundinum.
 
4. Fundargerðir stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði 19. september og 15. nóvember 2016 (2016050195)
Fundargerðirnar lagðar fram.
 
5. Fundargerð Almannavarnarnefndar Suðurnesja 21. nóvember 2016 (2016070027)
Fundargerðin lögð fram.
 
6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. nóvember 2016 (2016030042)
Fundargerðin lögð fram.
 
7. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 30. nóvember 2016 (2016020324)
Fundargerðin lögð fram.
 
8. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 5. desember 2016 (2016010530)
Fundargerðin lögð fram.
 
9. Íbúafundur 14. desember 2016 vegna ófyrirséðrar loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík (2016120055)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.   Bæjarráð samþykkir að halda íbúafund 14. desember nk. kl. 20:00 í Stapanum.  Á fundinum verða fulltrúar frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar, United Silicon, Orkurannsóknum Keilis og frá Umhverfisstofnun.  Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður og leyfðar fyrrispurnir úr sal.  
 
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2016.