1103. fundur

15.12.2016 00:00
1103. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. desember 2016 kl. 09:00.
 
Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Baldur Guðmundsson varamaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður og Ásbjörn Jónsson ritari.
 
1. Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4 og 7 bekk (2016110255)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.   Bæjarráð óskar grunnskólum Reykjanesbæjar til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim sem komið hafa að því ná þessum góða árangri.
 
2. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs, Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður frá Logos, Svanbjörn Thoroddsen, Oddur Jónsson sérfræðingar frá KPMG og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri mættu á fundinn. Gerð var grein fyrir viðræðum við kröfuhafa Reykjaneshafna sem ekki er lokið.    
 
3. Fjárhagsáætlun 2017-2022 ( 2016060178)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs, og Oddur G. Jónsson sérfræðingur hjá KPMG mættu á fundinn. Gerðu þau grein fyrir fjárhagsáætlunum hjá Reykjanesbæ 2017-2022.  Lagt fram  bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 12. desember sl. og veittur frestur til 20. desember nk. til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.  
 
4. Breytingar á húsnæði og þjónustu ( 2015120104) 
Bæjarráð samþykkir kostnað vegna breytinga og leigu á húsnæði.  Kostnaður verður tekin út af bókhaldslykli 21011.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2016.