1108. fundur

19.01.2017 00:00

1108. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. janúar 2017, kl. 09:00.

Viðstaddir:  Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson; Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við kröfuhafa.

2. Thorsil ehf. (2016030197)
Meirihluti bæjarráðs samþykkir samninginn. Böðvar Jónsson greiðir atkvæði gegn samningum. Baldur Guðmundsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna. Kristinn Þór Jakobsson setur sig á móti samningnum.

3. Þjónusta sveitarfélaga 2016 - niðurstöður könnunar (2017010184)
Könnunin lögð fram og gerði bæjarstjóri grein fyrir niðurstöðum hennar.

4. Samkomulag á milli Reykjanesbæjar og Jarðvangs ehf. (2017010203)
Málinu frestað.

5. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 12. janúar 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.

6. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Delta Cars ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Hvalvík 4 (2016110220)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Procar ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Flugvöllum 6 (2017010058)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti miðað við 450 bifreiðar.
Bæjarráð miðar við að ökutækjaleigur sem fái rekstrarleyfi hafi bifreiðarstæði fyrir þann fjölda bifreiða sem þær hafa leyfi fyrir og er miðað við 10 m² fyrir hverja bifreið.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2017.