1110. fundur

02.02.2017 00:00

1110. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2.febrúar 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Ísak Ernir Kristinsson varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

2. Ársskýrslur 2016 (2017010377)
Ársskýrslur lagðar fram. Bæjarráð þakkar fyrir greinargóðar ársskýrslur.

3. Drög að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings (2016090329)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Helga María Finnbjörnsdóttir og Hjörtur Harðarsson starfsmenn Hagdeildar, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

4. Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 27. janúar og 28. september 2016 (2015020131)
Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 25. nóvember 2016 (2016030084)
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 20. janúar 2017 (2017010303)
Fundargerðin lögð fram.

7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hafskips slf. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Sólvallagötu 8 (2017010320)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Guðbjörns Guðbjörnssonar um leyfi til að reka gististað í flokki I að Hæðargötu 9 (2017010364)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Seylubraut 1 (2016100049)
Tilboðsgjafi hefur tilkynnt að hann falli frá kauptilboðinu. Bæjarráð samþykkir að setja eignina aftur í sölumeðferð.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2017.