1112. fundur

16.02.2017 00:00

1112. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16.febrúar 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning (2016090329)
Meirihluti bæjarráðs, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson og Gunnar Þórarinsson, samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning eins og velferðarráð samþykkti á fundi sínum 13. febrúar sl.
Árni Sigfússon, og Baldur Guðmundsson vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðaflokksins í Velferðarráði sem er eftirfarandi: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Velferðarráði greiða atkvæði gegn breytingunni þar sem kostnaður hennar rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar. Miðað við fyrirliggjandi gögn er áætlað að kostnaðurinn geti farið allt að 21 milljón umfram fjárhagsáætlunar 2017. Fjárhagsáætlun 2017 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum bæjarstjórnar og er því ábyrgðarhluti kjörinna fulltrúa að reyna eftir fremstu megni að halda sig innan hennar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að halda ætti inni búsetuskilyrðum sem yrðu svo endurskoðuð við gerð fjárhagsáætlunar 2018“ og greiða því atkvæði gegn reglunum.
Meirihluti bæjarráðs vísar til bókunar meirihluta í velferðarráði sem er eftirfarandi: „Meirihluti Velferðarráðs samþykkir breytinguna. Rökstuðningur fyrir breytingunni er að búsetuskilyrðing kemur illa við tekjulægstu hópa samfélagsins og vinnur gegn fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Einnig skiptir máli að Reykjanesbæ er eitt af fimm stærstu sveitarfélögum landsins en ekkert hinna er með skerðingarákvæði vegna búsetu“.
Styrkir umfram fjárveitingu í fjárhagsáætlun 2017 verða teknir út af bókhaldslykli 21011-9220.

2. Drög að fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar (2014010845)
Lagt fram til kynningar.

3. Laun kjörinna fulltrúa (2016110212)
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á launum kjörinna fulltrúa .
1. Föst laun bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna hækki miðað við í launavísitölu frá ársbyrjun 2013 í samræmi við það rammasamkomulag sem í gildi er á almennum vinnumarkaði, að frádregnum þeim hækkunum sem orðið hafa á tímabilinu og nemur sú hækkun 17.48%.
2. Til þess að bæta kjör þeirra sem sitja í nefndum á vegum sveitarfélagsins hækki nefndarlaun fyrir hvern setinn fund með hliðsjón af hækkun kjararáðs.

Kristinn Þór Jakobsson leggur fram eftirfarandi tillögu um að áheyrnarfulltrúar fái föst laun eins og bæjarráðsmenn eins og gert sé í vel frestum sveitarfélögum. Meirihluti bæjarráðs greiðir atkvæði gegn tillögunni en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.

4. Samningur við knattspyrnudeild Keflavíkur um rekstur og umhirðu valla 2017 (2017010165)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir samningnum. Bæjarráð samþykkir samninginn.

5. Samningur við knattspyrnudeild Njarðvíkur um rekstur og umhirðu valla 2017 (2017010166)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir samningnum. Bæjarráð samþykkir samninginn.

6. Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga (2017020231)
Lagt fram.

7. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 19. janúar 2017 (2015020131)
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 6. febrúar 2017 (2017020236)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 8. febrúar 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 9. febrúar 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2017020233)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.

13. Kauptilboð í Seylubraut 1 (2016100049)
Bæjarráð frestar málinu og felur sviðsstjóra stjórnsýslusvið að vinna frekar í málinu.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. febrúar 2017.