1114. fundur

02.03.2017 00:00

1114. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. mars 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. United Silicon í Helguvík (2016110091)
Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri og Einar Halldórsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mættu á fundinn. Fulltrúar Umhverfisstofnunar gerðu grein fyrir málinu og þeim athugasemdum sem stofnunin sendi í febrúar sl. til United Silicon hf.
Helgi Þórhallsson framkvæmdarstjóri, Kristleifur Andrésson, sérfræðingur og Friðbjörn Garðarsson hrl. frá United Silicon hf. mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu eins og það snýr að félaginu.

2. Samningur um sameiningu Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (2016090042)
Fyrir liggur samningur á milli Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga frá 22. febrúar s.l.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um sameiningu sjóðanna fyrir sitt leyti.

3. Rekstraruppgjör janúar til nóvember 2016 (2016050406)
Lagt fram.

4. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hestamannafélagsins Mána um tækifærisleyfi (2017020345)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 24. febrúar 2017 (2017020092)
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 24. febrúar 2017 (2017010303)
Fundargerðin lögð fram.

7. Drög að samkomulagi við Ásbrú fasteignir ehf. vegna Virkjunar (2017020392)
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

8. Viðhald fasteigna eignasjóðs - ársskýrsla 2016 (2017020400)
Ársskýrsla lögð fram.

9. Nýr skóli í Dalshverfi (2017020311)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn og fóru yfir kynningar. Bæjarráð ákveður að boða til funda með Arkis og Yrki.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. mars 2017.