1115. fundur

09.03.2017 00:00

1115. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. mars 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Baldur Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Nýr skóli í Dalshverfi (2017020311)
Fundargerð byggingarnefndar lögð fram og staðfest.

2. Íbúafundur um tvöföldun Reykjanesbrautar (2017030088)
Bæjarráð samþykkir að halda íbúafund þann 23. mars nk. kl. 20:00 í Stapanum um tvöföldun Reykjanesbrautar og felur bæjarstjóra að undirbúa fundinn.

3. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

4. Hávaðakortlagning á Keflavíkurflugvelli (2017030031)
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 28. febrúar s.l. Bæjarráð samþykkir að fela Guðlaugi Helga Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs að mæta á upplýsingafund Umhverfisstofnunar þann 17. mars nk.

5. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 21. febrúar 2017 (2017020236)
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. febrúar 2017 (2017020072)
Fundargerðin lögð fram.

7. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. mars 2017.