1116. fundur

16.03.2017 00:00

1116. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. mars 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Aðlögunaráætlun - kynning á forsendum (2017030258)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Oddur G. Jónsson, sérfræðingur frá KPMG mættu á fundinn og kynntu forsendur aðlögunaráætlunar.

2. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 24. mars 2017 (2017030248)
Fundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. lagt fram. Formaður bæjarráðs fer með atkvæði Reykjanesbæjar á aðalfundinum.

3. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 8. mars 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 8. mars 2017 (2017030254)
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 9. mars 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.

6. Erindi sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar MyGroup ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Keilisbraut 762 (2017010318)
Lögð eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

7. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.

8. Þakkarbréf frá Tómasi Knútssyni f.h. Bláa hersins (2017030265)
Lagt fram.

9. Nýr skóli í Dalshverfi (2017020311)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn. 
Bæjarráð samþykkir að kaupa húsnæði fyrir tímabundið kennslurými. 
Bæjarráð frestar afgreiðslu um áfangaskiptingu skólans.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. mars 2017.