1122. fundur

04.05.2017 00:00

1122. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4. maí 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Ásbrú - viðbrögð við íbúaþróun (2017040077)
Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

2. Sunnubraut 34 - íþróttahús (2016090202)
Svarbréf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs lagt fram.

3. Beiðni um aukið fjármagn vegna vistunar - Trúnaðarmál (2017050012)
Bæjarráð samþykkir erindið og fjárhæðin kr. 16 milljónir teknar út af bókhaldslykli 21011.

4. Starfsmannamál (2017050014)
Bæjarráð staðfestir ákvörðun bæjarstjóra.

5. Ferðamálastefna Reykjanesbæjar (2016100305)
Lagt fram.

6. Blue diamond - ferðamannaleið á Reykjanesi (2017050009)
Erindinu frestað. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

7. Djúpivogur 20 - minna gistiheimili (2017030045)
Bæjarráð leggst gegn því að rekstur gistiheimila verði heimilaður á svæði sem skilgreind eru íbúðasvæði í skipulagi bæjarins.

8. Seylubraut 1 (2016100049)
Bæjarráð hafnar kauptilboðinu.

9. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. maí 2016.