1124. fundur

18.05.2017 00:00

1124. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. maí 2017, kl. 09:00

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.


1. Flokkun úrgangs (2017050047)
Bæjarráð samþykkir að Kalka - Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. fái heimild til að hefja flokkun úrgangs á næsta ári við heimili í Reykjanesbæ.

2. Starfsmannamál (2017050014)
Hanna María Jónsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Málinu frestað.

3. Aðgangur að gögnum (2017050180)
Lagt fram bréf dags. 12. maí sl. frá Styrmi Barkarsyni. Bæjarráð telur að málin séu í eðlilegum farvegi og telur ekki ástæðu að hafa afskipti af þeim.

4. Fundargerð stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði 10. apríl 2017 (2016050195)
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 8. maí 2017 (2017020236)
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. maí 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 11. maí 2017 (2017040243)
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 11. maí 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að taka fyrir eftirfarandi mál:

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 229 ( 2017020130) mál nr. 29. Iðavellir 3
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu og upplýsti að ekki er um að ræða breytingu í íbúðarhúsnæði heldur húsnæði í notkunarflokki 4.

10. Ásbrú – viðbrögð við íbúaþróun (2017040077)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að leita tilboða vegna breytingu á húsnæði fyrir leikskóla á Ásbrú.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. júní 2017.