1126. fundur

08.06.2017 00:00

1126. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. júní 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar (2014110407)
Arnar Jónsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Málinu var frestað.

2. Árshlutauppgjör (2017040063)
Lagt fram.

3. Ályktun Ferðamálasamtaka Reykjaness um hreinsun Stapagötunnar (2017060042)
Lagt fram.

4. Ónæði frá flugumferð (2017060043)
Lagt fram bréf Helga Jónssonar dags. 5. júní sl.
Bæjarráð hefur upplýsingar frá Isavia um að í næstu viku megi gera ráð fyrir að austur / vestur brautinni verði lokað ef allt gengur samkvæmt áætlun. Það eru þó ýmsir óvissuþættir sem geta haft áhrif á tímasetninguna s.s. veðrið o.fl. . Þá hefur verið upplýst að hljóðmælingar séu í gangi hjá Isavia en seinkun er á opnun fyrir vefaðganginn vegna tæknilegra örðugleika. Isavia mun senda frá sér nánari upplýsingar um þetta atriði í vikunni.
Bæjarstjóri hefur ítrekað komið fram kvörtunum til Isavia frá íbúum vegna hávaða frá flugvélum.

5. Aðalfundur Bláa lónsins hf. 14. júní 2017 (2017060040)
Bæjarráðs samþykkir að formaður bæjarráðs fari með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

6. Gatnaframkvæmdir við Reykjanesbraut (2017010282)
Bæjarráð samþykkir að hækka framlagið í kr. 34,5 milljónir í framkvæmdina og eru þeir fjármunir teknir af 31-600.

7. Deiliskipulag í Helguvík (2017060070)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Sveinn Númi Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar bgb ferðaþjónustu um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hafnargötu 56 (2017050043)
Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. júní 2017.