1127. fundur

15.06.2017 00:00

1127. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. júní 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður,Gunnar Þórarinsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Leiguverð hjá Fasteignum Reykjanesbæjar (2017060171)
Pálmar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Fasteignar Reykjanesbæjar mætti á fundinn. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við ákvörðun stjórnar Fasteignar Reykjanesbæjar um hækkun á húsaleigunni til að tryggja rekstrarhæfi félagsins og samræmi í leiguverði.

2. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðunum.

3. Fasteignir í eigu Íbúðalánasjóðs (2017060145)
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs um sölu eigna. Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum.

4. Listaverkið Þórsvagninn - beiðni um aukafjárveitingu vegna skaðabótakröfu (2014020128)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 5.338.892,- til greiðslu skaðabóta skv. dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-651/2016. Fjárveitingin er tekin út af 21011.

5. Bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga varðandi fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja 3. apríl 2017 (2017020236)
Lagt fram.

6. Fjárhagsáætlun 2018 (2017050361)
Bæjarráð samþykkir tímaáætlun fjárhagsáætlunarferlis 2017.

7. Ársreikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016 (2017050251)
Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

8. Fjárveitingar til stofnana ríkisins á Suðurnesjum (2017060181)
Lögð fram drög af samantekt Aton um stöðu og horfur ríkisstofnanna á Suðurnesjum.

9. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 1. júní 2017 (2017020236)
Lagt fram.

10. Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum 3. mars 2017 - fundargerð og tillögur (2017030067)
Lagt fram.

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Mygroup ehf. um breytingu á leyfi til að reka gististað í flokki IV að Keilisbraut 762 (2017050244)
Bæjarráð samþykkir erindið.

12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar GusKat ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Framnesvegi 23B (2017060147)
Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. júní 2017.