1129. fundur

29.06.2017 00:00

1129. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 29. júní 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerð velferðarráðs 19. júní 2017 (2017020056)
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð barnaverndarnefndar 26. júní 2017 (2017010280)
Fundargerðin lögð fram.

3. Endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar (2014110407)
Málinu er frestað.

4. Ásbrú – viðbrögð við íbúaþróun (2017040077)
Bæjarstjóra er falið að vinna áfram í málinu.

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar H57 ehf. um breytingu á leyfi til að reka gististað í flokki V að Hafnargötu 57 (2017050242)
Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:40.