1131. fundur

13.07.2017 00:00

1131. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. júlí 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Magnea Guðmundsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Magma bréfið (2015060565)
Á fundinn mættu Þórólfur Sigurðsson frá Virðingu ásamt Bjarka Diego lögfræðingi. Fyrir hönd Reykjanesbæjar mættu Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögfræðingur. Gerð var grein fyrir málinu.

2. Makaskipti lands - erindi frá Reykjaneshöfn (2017070076)
Bæjarráð samþykkir samhljóða að hafa makaskipti á lóðum samkvæmt drögum að samningi þar að lútandi.
Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

3. Reynidalur - gatnagerðargjöld (2017070074)
Bæjarráð samþykkir samhljóða samkomulag við BIM ehf og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

4. Leiguverð hjá Fasteignum Reykjanesbæjar (2017060171)
Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 (2017020072)
Fundargerðin lögð fram.

6. Breyting á lögreglusamþykkt - bókun bæjarráðs Sveitafélagsins Voga (2017070072)
Lagt fram til kynningar.

7. Forkaupsréttur vegna sölu á Hafdísi Maríu GK-33 (2017070083)
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á Hafdísi Maríu GK-33.


Fleira ekki gert og fundi slitið.