1132. fundur

20.07.2017 00:00

1132. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. júlí 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Rekstraruppgjör maí 2017 (2017040063)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Fjárhagsáætlun 2018 - tillaga að fjárhagsramma bæjarsjóðs (2017050361)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og kynnti tillögu að fjárhagsramma bæjarsjóðs. Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 11. júlí 2017 (2017010147)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn.
Þrettándi liður í fundargerðinni, Reynidalur 4-14 - skipulagsbreyting, var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 4-0. Elín Rós Bjarnadóttir situr hjá.
Sautjándi liður í fundargerðinni, Nesvellir - deiliskipulagsbreyting, var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Átjándi liður í fundargerðinni, Hafnargata 12 - bréf Skipulagsstofnunar, var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Nítjándi liður í fundargerðinni, Leirdalur 22-28 - deiliskipulagsbreyting, var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 4-0. Elín Rós Bjarnadóttir situr hjá.
Tuttugasti og áttundi liður í fundargerðinni, Víðidalur 22-32 - breyting á deiliskipulagi, var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Elín Rós Bjarnadóttir lýsir sig vanhæfa undir 32. lið.
Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

4. Staða byggingarfulltrúa (2017070132)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að ráða Svein Björnsson í stöðu byggingarfulltrúa.

5. Lóðarbeiðni frá IGS (2017070143)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Bæjarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga.

6. Málefni hælisleitenda (2017070131)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

7. Beiðni um aukið fjárframlag vegna vistunar - trúnaðarmál (2017070135)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir erindið og verður fjárhæðin kr. 26 milljónir tekin út af bókhaldslykli 21011.

8. Ályktun frá Andstæðingum stóriðju í Helguvík (2017070137)
Lagt fram.

9. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 13. júlí 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50.