1134. fundur

10.08.2017 00:00

1134. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. ágúst.2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2018 - tillaga að fjárhagsramma bæjarsjóðs (2017050361)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn. Bæjarráð samþykkir tillögu um fjárhagsramma fyrir árið 2018 þar sem gert er ráð fyrir 10% framlegð.

2. Breiðbraut 643 - 647 (2017080017)
Bæjarráð samþykkir kaupin.

3. Aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar (2016080411)
Bæjarráð samþykkir að úthluta Pílufélaginu til afnota aðstöðu að Keilisbraut 755 og fjárstuðning að fjárhæð kr. 500.000,- og er sú fjárhæð tekin af bókhaldslykli 21011.

4. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 15. september 2017 (2017080034)
Tilkynning um fundarboð lagt fram og vísað til velferðarráðs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.