1137. fundur

31.08.2017 00:00

1137. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 31. ágúst 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Árshlutauppgjör (2017040063)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Áskorun frá stjórn Félags eldri borgara vegna fasteignagjalda (2017080322)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn. Bæjarráð bendir á að aldraðir í Reykjanesbæ njóta afsláttar af fasteignagjöldum og var afslátturinn aukinn á liðnu ári.

3. Starfsmannamál (2017080369)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á ráðningarkjörum þeirra starfsmanna sem áður fylgdu meðaltalshækkun skv. ákvörðun Kjararáðs um laun opinberra embættismanna á þann hátt að þau fylgi framvegis launavísitölu starfsmanna sveitarfélaga. Breytingin gildir frá 1. mars sl.

4. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 21. ágúst 2017 (2017020236)
Fundargerð lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 25. ágúst 2017 (2017020092)
Fundargerð lögð fram.

6. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 25. ágúst 2017 (2017010303)
Fundargerð lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 29. ágúst 2017 (2017010264)
Fundargerð lögð fram.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar H30 ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Hafnargötu 29 (2017070098)
Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. september 2017.