1138. fundur

07.09.2017 00:00

1138. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. september 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Boðun fundar með fulltrúum Schiphol Area Development Company (2017090033)
Fundarboð lagt fram. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á fundinn.

2. Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2017 (2017090030)
Lagt fram.

3. Fundargerð aðalfundar Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. 29. ágúst 2017 (2017080263)
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð aðalfundar Tjarnargötu 12 ehf. 29. ágúst 2017 (2017080268)
Fundargerðin lögð fram.

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Önnu Moniku Grabowska um leyfi til að reka gististað í flokki II að Faxabraut 30 (2017070178)
Lagðar eru fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð leggst gegn því að rekstur gistiheimila verði heimilaður á svæði sem skilgreind eru sem íbúðasvæði í skipulagi bæjarins.

6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Guðnýjar Gunnþóru Sigurhansdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki II að Nónvörðu 5 (2017080358)
Lögð er fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð leggst gegn því að rekstur gistiheimila verði heimilaður á svæði sem skilgreind eru sem íbúðasvæði í skipulagi bæjarins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2017.