1140. fundur

21.09.2017 00:00

1140. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. september 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Viðaukaáætlun 2017 - bréf frá EFS (2017050089)
Lagt fram. Sviðsstjóra fjármálasviðs falið að taka saman sundurliðun, eftir árum, á helstu fjárfestingum sveitarfélagsins fyrir árið 2017-2022 sem settar eru fram í aðlögunaráætlun 2017-2022.

2. Stöðugildi innan Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags (2017090191)
Bæjarráð vísar málinu til íþrótta- og tómstundaráðs til umsagnar.

3. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 13. september 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð styður þá afstöðu stjórnar SSS að eðlilegt hefði verið að skipa fulltrúa Suðurnesja í vinnuhóp um málefni um flugsamgöngur á Suðvesturhorninu. Mikilvægt sé að reynsla nærsamfélags alþjóðaflugvallar sé nýtt í allri vinnu í tengslum við framtíð flugsamgangna á Íslandi. Bæjarráð harmar að enginn frá Suðurnesjum hafi verið tilnefndur í vinnuhópinn sem á að fjalla um flugvelli á Suðvesturhorninu.

4. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 29. og 30. september 2017 (2017090228)
Fundarboð lagt fram.

5. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 5. - 6. október 2017 (2017090224)
Fundarboð lagt fram.

6. Húsnæðisþing 8. nóvember 2017 (2017090192)
Fundarboð lagt fram og bæjarráð leggur til að fulltrúar í vinnuhópi um húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar verði fulltrúar bæjarins á fundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2017.