1142. fundur

04.10.2017 00:00

1142. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4. október 2017 kl. 08:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldór Ármannsson áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir,ritari.

1. Umhverfissvið - verkefni og úrbætur (2017050014)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Erindi frá aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags varðandi malarvöllinn við Hringbraut (2017080319)
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka upp viðræður við aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags hvað varðar endurbætur á malarvellinum við Hringbraut.

3. Gjaldtaka á áningarstöðum fyrir ferðamenn (2017100001)
Bæjarráð samþykkir að skoðaðir verði möguleikar á gjaldtöku vegna bílastæða á ferðamannastöðum og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

4. Vinabæjarsamskipti - 100 ára afmæli sjálfstæðis Finnlands (2017100003)
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa til Kerava í tilefni af 100 ára afmæli sjálfstæðis Finnlands dagana 4. – 5. desember nk. og felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa.

5. Styrktar- og framkvæmdasjóður skátafélagsins Heiðabúa (2017100004)
Í tilefni af 80 ára afmæli skátafélagsins Heiðarbúa samþykkir bæjarráð að veita 500 þúsund kr. gjöf til endurbóta á húsnæði félagsins.

6. Fundargerð stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum 14. september 2017 (2017100006)
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 25. september 2017 (2017020092)
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs ses. 25. september 2017 (2017090075)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 25. september 2017 (2017010303)
Fundargerðin lögð fram.

10. Ársfundur MSS 9. október 2017 (2017100009)
Bæjarstjóra er falið að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á ársfundi MSS.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. október 2017.