1143. fundur

12.10.2017 00:00

1143. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. október 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson,
Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Kauptilboð í Seylubraut 1 (2016100049)
Bæjarráð hafnar kauptilboðinu.

2. Kauptilboð í Vatnsnesveg 8 (2015020389)
Bæjarráð hafnar kauptilboðinu. 

3. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurnesja 6. september og 4 . október 2017 (2017040243)
Fundargerðirnar lagðar fram. 

4. Flugvellir (2017050309)
Bæjarráð samþykkir viðbótarverk við Flugvelli sem felst í því að fara í uppbyggingu á tengivegi á milli Flugvalla og Þjóðbrautar. Fjármunir verði teknir af 31-600 bókhaldslykli.

5. Nemendagarðar Keilis (2017100005)
Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir Keilis um byggingu nemendagarða. Bæjarráð telur rétt að vísa til reglna um stofnframlög sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar þann 15. nóvember 2016 vegna erindisins.

6. Æfingatímar í fótboltasal Sporthússins (2017090035)
Bæjarráð samþykkir að styrkja knattspyrnudeild Keflavíkur um kr. 1.000.000,- og knattspyrnudeild UMFN um kr. 500.000,- vegna kaupa á æfingatíma í fótboltasal í Sporthúsinu á Ásbrú. Fjármunir verði teknir af 21-011 bókhaldslykli.

7. Afreksbraut - bílastæði (2016100080)
Bæjarráð samþykkir að veita knattspyrnudeild UMFN afnot af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut til 1. júni 2018.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. október 2017.