1146. fundur

02.11.2017 00:00

1146. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. nóvember 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2018 (2017050361)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir árið 2018 og vísar fjárhagsáætlun til fundar bæjarstjórnar 7. nóvember nk. til fyrri umræðu.
Böðvar Jónsson og Árni Sigfússon, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaðir ítreka fyrri bókanir um gjaldtöku í strætó og telja að ekki eigi að innheimta gjald af skólabörnum sem ferðast með almenningssamgöngum. Tekjur sveitarfélagsins eru óverulegar vegna gjaldtökunnar en óþægindin fyrir foreldra og umsýsla vegna hennar eru umtalsverð. Þá felst í því mikið öryggi að veita börnum gjaldfrjálsan aðgang að almenningsvögnum.“ 
Kristinn Þór Jakobsson fulltrúi Framsóknarflokks leggur fram eftirfarandi tillögu:
„Þau málefni sem varðar ungmenni í fjárhagsáætlun 2018 verði send til umsagnar ungmennaráðs.“
Tillögunni var hafnað með þeim rökum að ekki er hefðbundið að senda fjárhagsáætlun til umsagnar annarra aðila en fastanefnda bæjarins. Ungmennaráð hefur þegar kynnt bæjarstjórn sínar tillögur til úrbóta og hefur verið tekið tillit til þeirra í fjárhagsáætlun 2018.

2. Stofnun verkefnaráðs vegna Suðurnesjalínu 2 (2017100235)
Bæjarráð tilnefnir Gunnar Kr. Ottósson, skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar og Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur, bæjarfulltrúa en annað hvort þeirra verður skipað í verkefnaráðið.

3. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs (2017100320)
Bæjarráð tilnefnir Guðlaug Helga Sigurjónsson sviðsstjóra umhverfissviðs sem fulltrúa Reykjanesbæjar í verkefnastjórn um endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi.

4. Erindi til Íbúðalánasjóðs og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (2017100322)
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs.

5. Alþingiskosningar 2017 - framkvæmd í Reykjanesbæ (2017100038)
Lagt fram bréf frá yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar.

6. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 20. október 2017 (2017010303)
Fundargerðin lögð fram.

7. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar New Horizons ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Holtsgötu 52 (2017090202)
Bæjarráð vísar til umsagnar byggingarfulltrúa dags. 31. október sl. og mælir ekki með veitingu starfsleyfis að svo stöddu.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Get a room ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Grænásvegi 10 (2017090261)
Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

9. Frágangur lóðar að Hafnargötu 2 (2015120093)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að kr. 3.5 milljónum vegna frágangs lóðarinnar að Hafnargötu 2 og er það tekið af bókhaldslykli 31-600.

10. Nýr grunnskóli í Dalshverfi (2016110190)
Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir og Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, fulltrúar í fræðsluráði ásamt Helga Arnarsyni, sviðsstjóra fræðslusviðs og Guðlaugi Helga Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs mættu á fundinn.
Tillögur frá 186 einstaklingum bárust um nafn á nýjum skóla en alls bárust 50 tillögur. Á fundinum var kosið um nafn skólans og hlaut nafnið Stapaskóli flest atkvæði. Mun því nýr skóli heita Stapaskóli.
Byggingarnefnd skólans samþykkir að ganga til samninga við Karína ehf. um jarðvinnu nýs grunnskóla á grundvelli tilboðs að fjárhæð kr. 43.980.000,-.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2017.