1149. fundur

23.11.2017 00:00

1149. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. nóvember 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Árshlutauppgjör (2017040063)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

2. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður frá Logos var í símasambandi og gerðu grein fyrir málinu.

3. Hluthafafundur Fasteigna Reykjanesbæjar 23. nóvember 2017 (2017110229)
Fundarboðið lagt fram. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á hluthafafundinum.

4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. nóvember 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 6. nóvember 2017 (2015020131)
Fundargerðin lögð fram.

6. Fjárhagsáætlun 2018 - 2022 (2017050361)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. desember 2017.