1151. fundur

07.12.2017 00:00

1151. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. desember 2017 kl. 09:00

Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. Umsókn um stofnframlög vegna byggingar námsmannaíbúða (2017100005)
Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði samtals að fjárhæð kr. 136 milljónir sem greiðast á tveimur árum. Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember 2016. Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna.

2. Ræstingar fyrir Reykjanesbæ - niðurstaða útboðs (2017120013)
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá ISS Ísland ehf. í ræstingar fyrir Reykjanesbæ skv. útboði V20651.

3. Ráðningarbréf endurskoðenda (2017120037)
Bæjarráð samþykkir ráðningarbréf endurskoðanda Grant Thornton endurskoðunar ehf.

4. Drög að stefnu í málefnum eldri borgara í Reykjanesbæ (2017090256)
Lagt fram.

5. Framhald viðræðna um sameiningu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Sorpu (2017050304)
Bæjarráð samþykkir að halda viðræðum áfram við SORPU um sameiningu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja við SORPU á þeim grunni sem hefur verið kynntur.

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. nóvember 2017 (2017020072)
Fundargerðin lögð fram.

7. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands (2017120021)
Lögð fram lokaskýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. desember 2017.