1152. fundur

14.12.2017 00:00

1152. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. desember 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann S. Sigurbergsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Málefni United Silicon í Helguvík (2017080196)
Jakob Bjarnason, Þórður Magnússon, Karen Kjartansdóttir, Þórður Ó. Þórðarson og Huginn F. Þorsteinsson, fulltrúar frá United Silicon, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri og Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviði mættu á fundinn. Fulltrúar United Silicon gerðu grein fyrir stöðu félagsins.

2. Ósk um fjárveitingu vegna leikskóla að Skógarbraut 932 (2017040077)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, mættu á fundinn og gerðu þau grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að hefja framkvæmdir við leikskólann að Skógarbraut 932.

3. Stækkun tímabundins húsnæðis grunnskóla við Dalsbraut (2016110190)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, mættu á fundinn og gerðu þau grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að hefja framkvæmdir við stækkun tímabundins húsnæðis Stapaskóla.

4. Beiðni um kaup á sviði og gólfefni í íþróttahús Reykjanesbæjar (2017110184)
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að leita hagstæðustu lausna og fjárhæðin tekin út af bókhaldslykli 21011.

5. Erindi Hestamannafélagsins Mána um niðurfellingu fasteignagjalda (2017120133)
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti fasteignagjöldum til handa Hestamannafélaginu Mána vegna Sörlagrundar 6.

6. Niðurgreiðslur til dagforeldra í Reykjanesbæ (2017120138)
Málinu frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

7. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 8. desember 2017 (2017020092)
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 8. desember 2017 (2017010303)
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. desember 2017.