1153. fundur

21.12.2017 00:00

1153. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. desember 2017 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Rekstraruppgjör október 2017 (2017040063)
Lagt fram.

2. Viðaukaáætlun 2017 (2017050089)
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 vegna fjárhagsáætlunar 2017.

3. Niðurgreiðslur til dagforeldra í Reykjanesbæ (2017120138)
Bæjarráð samþykkir hækkun á niðurgreiðslum Reykjanesbæjar með hverju barni úr kr. 40.0000,- í kr. 50.000,- á mánuði og nemur sú hækkun á árs grundvelli kr. 13.310.000.- frá og með 1. janúar nk. Fjárhæðin er tekin út af bókhaldslykli 21011.

4. Opnunartími veitingastaða um áramót 2017 - 2018 (2017120200)
Bæjarráð samþykkir að breyta opnunartíma veitingastaða nýársnótt 1. janúar 2018 á þann hátt að heimilt er að hafa veitinga- og skemmtistaði opna til kl. 05:00.

5. Staðgengill bæjarstjóra (2017120201)
Bæjarráð samþykkir að skipa Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sem staðgengil bæjarstjóra og hefur hann prókúruumboð fyrir Reykjanesbæ.

6. Vinabæjarmót 7. til 9. júní 2018 (2017110179)
Bæjarráð samþykkir að vinabæjarmót norrænu vinabæja Reykjanesbæjar verði haldið þann 7. til 9. júní nk. í Reykjanesbæ.

7. Sala á Seylubraut 1 (2016100049)
Málinu frestað.

8. Aðgerðir gegn einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni - leiðbeinandi upplýsingar fyrir starfsmenn og stjórnendur (2017120203)
Lagðar fram leiðbeinandi upplýsingar fyrir starfsmenn og stjórnendur Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir leiðbeiningar um aðgerðir gegn einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni.

9. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 11 desember 2017 (2015020131)
Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 13. desember 2017 (2017010264)
Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 14. desember 2017 (2017010188)
Fundargerðin lögð fram.

12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Faxafangs ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 29 (2017090259)
Málinu er frestað.

13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hótels Keflavíkur ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Vatnsnesvegi 12 - 14 og 9 (2017110141)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

14. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2017020226)
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá:

15. Fasteignir Reykjanesbæjar ( 2017110181)

Bæjarráð samþykkir breytingu á lánasamningi á milli félagsins og Reykjanesbæjar á þann hátt að lánið verði víkjandi og að veðsetning hlutarins falli niður.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. janúar 2018.