1156. fundur

18.01.2018 00:00

1156. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. janúar 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Rekstraruppgjör nóvember 2017 (2017040063)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Samkomulag við Brú, lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga (2017030449)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

3. Samstarf við Norræna félagið í Reykjanesbæ (2018010224)
Lagt fram bréf formanns Norræna félagsins í Reykjanesbæ dags. 10. janúar sl. Bæjarráð samþykkir fjárstuðning að fjárhæð kr. 150.000,-.

4. Erindi dýraverndunarfélagsins Villikettir til Reykjanesbæjar (2016110198)
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.

5. Framlenging á samþykktu vilyrði fyrir veitingu stofnframlags til Brynju hússjóðs (2016070111)
Bæjarráð samþykkir framlengingu á vilyrði fyrir veitingu stofnframlags til Brynju hússsjóðs fyrir tveimur íbúðum sem veitt var í fyrri úthlutun ársins 2016.

6. Lögreglusamþykktir sveitarfélaga á Suðurnesjum (2017060143)
Bæjarráð samþykkir sameiginlega lögreglusamþykkt og vísar henni til bæjarstjórnar.

7. Skógarbraut 932 - húsnæði breytt í leikskóla (2017040077)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir tilboð frá HUG verktökum kr. 74.250.642,- í verkið „ Skógarbraut 932“ með fyrirvara um afhendingu og útgáfu afsals fyrir fasteigninni að Skógarbraut 932.

8. Möguleg staðsetning starfsmannaíbúða (2018010118)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Kr. Ottósson, skipulagsfulltrúi mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

9. Starfsáætlanir 2018 (2018010157)
Starfsáætlanir 2018 lagðar fram.

10. Sala á Seylubraut 1 (2016100049)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð hafnar kauptilboðinu.

11. Verkefnastjóri viðskiptaþróunar – starfsrammi (2017110345)
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að auglýsa stöðuna og kostnaður vegna þess er tekinn út af bókhaldslykli 21011. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:
„Samkvæmt framlögðum upplýsingum hefur starfsfólki fjölgað um tæp 20% á bæjarskrifstofunni frá 2014. Eðlilegra hefði verið að endurskoða þau störf sem tengjast markaðs- og kynningarmálum í stað þess að bæta enn einu starfi við. Því leggjumst við gegn ráðningunni og teljum að hægt væri að finna verkefnunum farveg hjá þeim starfsmönnum sem bætt hefur verið við á þessu kjörtímabili.“

12. Verkefnastjóri fjölmenningar – starfsrammi (2018010107)
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að auglýsa stöðuna og kostnaður vegna þess er tekinn út af bókhaldslykli 21011. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:
„Gagnvart starfsmanni um fjölmenningu þá styðjum við hugmyndir um ráðningu á því sviði enda áður góð reynsla af slíku starfi hjá Reykjanesbæ.
Liðlega helmingur fólks af erlendu bergi sem býr í bænum eru Pólverjar og því nánast sjálfgefið að starfsmenn sem vinna að fjölmenningu í sveitarfélaginu geti tjáð sig á þeirra tungumáli. Þetta er ekki gert að skilyrði samkvæmt ákvörðun meirihlutans. Við teljum skynsamlegra að tveir starfsmenn verði ráðnir í 1/2 stöðugildi hvor og að skilyrði sé að þeir sem ráðnir verða tali pólsku. Þessu atriði er einnig hafnað af meirihlutanum.“

13. Frumvörp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (2018010080)
Lögð fram bréf velferðarsviðs Reykjanesbæjar til Alþingis.

14. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 8. janúar 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.

15. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. janúar 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.

16. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 11. janúar 2018 (2018010222)
Fundargerðin lögð fram.

17. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 15. janúar 2018 (2018010242)
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2018.