1157. fundur

25.01.2018 00:00

1157. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. janúar 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Samkomulag við veitingamenn (2015090215)
Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir samkomulag veitinga- og skemmtistaða við lögregluna á Suðurnesjum og Reykjanesbæ.

2. Drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning (2017010329)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

3. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra 2018 (2017080098)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Böðvar Jónsson og Baldur Guðmundsson lögðu fram tillögu um að þjónustan verði gjaldfrjáls. Kristinn Þór Jakobsson tók undir tillöguna þar sem upphæðin sem um ræðir er aðeins kr. 180.000,-.
Tillagan var felld með 3 atkvæðum meirihluta.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum meirihluta að gjaldtaka í ferðaþjónustu fatlaðra verði sú sama og gjald fyrir börn og ungmenni í grunn- og framhaldsskóla skv. gjaldskrá.

Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Enn og aftur þarf meirihluti bæjarstjórnar að breyta fyrri ákvörðunum sínum varðandi gjaldtöku í strætó. Betra hefði verið að hafa aðgang að strætó gjaldfrjálsan eins og áður var og Sjálfstæðismenn hafa ítrekað lagt til. Nú bætir meirihlutinn um betur og setur gjald á fötluð börn.“

Fulltrúar meirihluta Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar og óháðra lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur lagt til gjald sem nemur að jafnaði kr. 9.000,- á mánuði. Nú hefur verið samþykkt að það gjald fari í kr. 180,- á mánuði. Til samanburðar greiða fatlaðir einstaklingar í Reykjavík kr. 18.000,- að jafnaði á mánuði.“

4. Orgelsjóður Keflavíkurkirkju (2018010321)
Bæjarráð samþykkir að styrkja orgelsjóð Keflavíkurkirkju um kr. 300.000,-. Fjárhæðin er tekin út af bókhaldslykli 21011.

5. Kynning á drögum að matsáætlun vegna Suðurnesjalínu 2 (2011060083)
Lagt fram.

6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Bergáss 6 ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Bergási 6 (2018010269)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð leggst gegn því að rekstur gistiheimilis í flokki II verði heimilaður á svæði sem skilgreind eru íbúðasvæði í skipulagi bæjarins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. ferbúar 2018.