1158. fundur

01.02.2018 00:00

1158. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 1. febrúar 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Stækkun leikskóla að Skógarbraut 932 (2017040077)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir tilboð frá Hýsi kr.168.413.613,- í verkið „Stækkun leikskóla Skógarbraut 932“.

2. Gatnagerðargjöld Vogshóll - Sjónarhóll (2018010426)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð leggur til að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi sem miða að því að byggingarmagn lóða á Vogshóli og Sjónarhóli verði að lágmarki 0,5%.

3. Beiðni um viðbótarfjármagn vegna aukinnar þjónustu við fatlað barn (2018010016)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

4. Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur (2018010348)
Lögð fram umsögn um drög að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bæjarráð tekur undir sjónarmið sambandsins sem fram koma í umsögninni.

5. Samstarf sveitarfélaga (2018010391)
Lagt fram bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 25. janúar sl.

6. Heilsueflandi samfélag í Reykjanesbæ (2016080317)
Framvinduskýrsla lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 22. janúar 2018 (2018010210)
Fundargerð lögð fram.

8. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 25. janúar 2018 (2018010428)
Fundargerð lögð fram.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Faxafangs ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 29 (2017090259)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2018.