1159. fundur

08.02.2018 00:00

1159. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. febrúar 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Viðræður við kröfuhafa (2014080481)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður hjá Logos mættu á fundinn og gerði Ólafur grein fyrir málinu og kynnti endanlega útfærslu, orðalag og breytingar sem gerðar hafa verið á samkomulagi um grunnforsendur endurskipulagningar efnahags Reykjanesbæjar og leigusamningum við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. og EFF 5 ehf. frá því sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum þ. 30. nóv. sl. Bæjarráð samþykkir endanlega útgáfu samkomulagins og leigusamningana.

2. Samkomulag við Brú, lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga (2017030449)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að greiða upp framlagið í jafnvægissjóð kr. 288.868.467,- og framlagið í varúðarsjóð kr. 88.594.874,- en óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að mæta framlagi vegna lífeyrisaukasjóðs að fjárhæð kr. 823.502.565,-.

3. Fasteignagjöld 2018 (2018020065)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að lækka álagningu á fasteignaskatti á íbúðarhúsnæði (A-húsnæði) úr 0,48% í 0,46% og að lækka álagningu á holræsagjaldi úr 0.17% í 0,15% fyrir A-húsnæði og úr 0,36% í 0.35% fyrir C-húsnæði. Samtals lækkar því álagningin um kr. 66.000.000,-.

4. Stofnun vinnuhóps um nýjan gervigrasvöll í Reykjanesbæ (2018020005)
Bæjarráð samþykkir að skipa fimm manna vinnuhóp til að kanna hvort þörf sé á nýjum gervigrasvelli og hvar best sé að staðsetja völlinn. Bæjarráð skipar Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Ingigerði Sæmundsdóttur í vinnuhópinn og óskar eftir því að Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og Ungmennafélag Njarðvíkur tilnefni einn nefndarmann fyrir hvort félag.

5. Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum (2018020055)
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar til afgreiðslu.

6. Breytingar á Svæðisskipulagi Suðurnesja (2017030458)
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

7. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 30. janúar 2018 (2018020064)
Lagt fram.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar GuesthouseKef ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hafnargötu 65 (2017110297)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2018020027)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Reykjanesbæjar f.h. Fjörheima um tækifærisleyfi (2018020029)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. febrúar 2018.